Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Katar svarar kröfum Arabaríkja

05.07.2017 - 06:06
Erlent · Asía · Katar
epa06011226 (FILE) - A general view of the skyline of Doha, Qatar, 05 February 2010 (reissued 05 June 2017). According to media reports, Egypt, Saudi Arabia, Bahrain and the United Arab Emirates cut off diplomatic ties with Qatar on 05 June 2017, accusing
Frá Doha í Katar. Mynd: EPA
Katar skilaði svörum sínum við kröfum ríkja við Arabíuskaga sem slitu tengslum við ríkið í síðasta mánuði. Stjórnvöld í Doha segja kröfurnar óraunsæjar.

Sádí Arabía, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Barein og Egyptaland ákváðu að slíta tengslum við Katar í byrjun síðasta mánaðar. Ríkin sendu stjórnvöldum í Katar lista nokkru síðar með þrettán kröfum sem ríkið þyrfti að uppfylla til þess að tengslum yrði aftur komið á. Meðal þess sem stjórnvöld í Katar áttu að gera var að hætta stuðningi við vígahreyfinguna Bræðralag múslima, loka Al Jazeera sjónvarpsstöðinni, minnka stjórnmálatengsl við Íran og loka herstöð Tyrkja í furstadæminu. Katar skilaði svörum sínum við kröfum ríkjanna til yfirvalda í Kúveit í gær. Kúveit gegnir hlutverki milliliðs í deilum ríkjanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna fjögurra sem slitu tengslum við Katar hittast á fundi fyrir hádegi í dag þar sem svörin frá Katar verða rædd.