Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Kartöflugeymsla fékk nýtt hlutverk

Mynd með færslu
 Mynd:

Kartöflugeymsla fékk nýtt hlutverk

15.12.2014 - 10:21
Í Birtingaholti í Hrunamannahreppi hafði gömul kartöflugeymsla staðið ónotuð í þónokkur ár, fyrir utan að hýsa ótæpilegt magn af drasli, þegar eigendur hennar fengu þá hugmynd að færa henni nýjan tilgang.

Hugmyndin var að koma þar upp keramikverkstæði fyrir eina heimasætuna á bænum, Ernu Elínbjörgu Skúladóttur, sem þá hafði nýlokið listnámi í Björgvin í Noregi, og hins vegar að reka þar kaffihús.

Nú er hvort tveggja komið til framkvæmda og Landinn rak inn nefið á dögunum. Þá var á boðstólum dýrindis jóladögurður með hráefni úr næsta nágrenni, enda grænmeti, egg, kjöt og korn allt framleitt á næstu bæjum.

Þáttinn í heild er hægt að sjá á http://www.ruv.is/landinn
Hér er Landinn á Facebook og svo svo erum við á Instagram: #ruvlandinn.