Karólína Lárusdóttir látin

Mynd:  / 

Karólína Lárusdóttir látin

08.02.2019 - 18:18

Höfundar

Karólína Lárusdóttir myndlistarkona lést í gær, 74 ára að aldri. Karólína fæddist í Reykjavík 12. mars 1944 og lauk stúdentsprófi frá MR 1964. Hún nam myndlist í Sir John Cass College í Englandi og útskrifaðist svo frá Ruskin School of Fine Art í Oxford árið 1967.

Karólína bjó og starfaði í Bretlandi um árabil og var myndlist hennar mótuð af meginstraumum breskrar myndlistarhefðar, þótt myndheimur hennar væri íslenskur. Myndefnið sótti hún ekki síst í æskuminningar sínar, meðal annars af mannlífinu á Hótel Borg á árum áður og sömuleiðis af farþegum og starfsfólki um borð í Gullfossi.

Karólína var fígúratívur málari og málaði eingöngu mannlíf, á þeim tímum þegar íslensk myndlist hafði snúið baki við slíkri myndlist. Hún dró upp svipmyndir af þjóðlífinu á árunum eftir stríð og þótti lýsa vel eðli Íslendinga í verkum sínum.

Karólína vann til fjölda verðlauna og hélt fjölda einkasýninga, m.a. í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Ítalíu, Namibíu, Spáni og Suður-Afríku.

Karólína var tvígift og eignaðist tvö börn.

Mynd með færslu
 Mynd:
Sjálfsmynd Karólínu frá 1979.

Tengdar fréttir

Höfuðborgarsvæðið

Himinlifandi yfir endurheimt málverkanna

Höfuðborgarsvæðið

Himinlifandi yfir endurheimt málverkanna