Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Karlotta Elísabet Díana heitir hún

04.05.2015 - 14:09
epa04730507 Britain's Prince William, Duke of Cambridge, and his wife Catherine, Duchess of Cambridge pose with their newborn daughter outside the Lindo Wing at St. Mary's Hospital in Paddington, west London, Britain, 02 May 2015. The baby girl
 Mynd: EPA
Talsmaður bresku krúnunnar tilkynnti um klukkan tvö í dag að íslenskum tíma um hvaða nafn nýfædd dóttir Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju fær. Hún nefnist Charlotte Elizabeth Diana upp á ensku, eða Karlotta Elísabet Díana.

Karlotta af Cambridge er fjórða í erfðaröðinni að ensku krúnunni, á eftir þeim Karli afa sínum, Vilhjálmi föður sínum og eldri bróður sínum Georg.

Hún heitir Elísabet í höfuðið á langömmu sinni, Elísabetu Bretadrottningu, og ömmu sinni Díönnu prinsessu - sem lést í bílslysi í Frakklandi 31. ágúst 1997. Nafnið Karlotta á uppruna sinn í Frakklandi og merki kvenleg. Þá ber Pippa systir Katrínar einnig millinafnið Karlotta.

Alastair Bruce sem er sérfræðinur Sky fréttastofunnar í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir að þetta sé nafn með mikla sögu sem tengir saman fortíð og nútíð. Þetta er einnig tækifæri fyrir hina nýfæddu prinsessu að skapa sína eigin sjálfsmynd sem Karlotta prinsessa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV