Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Karlar með mun hærri laun

18.11.2011 - 14:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Karlar hafa um 86.000 krónum meira í heildarlaun en konur samkvæmt nýrri könnun á högum félagsmanna Eflingar, Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, VFSK.

Karlar í fullu starfi hafa að meðaltali 347.000 krónur í heildarlaun, konur 261.000 krónur. Minni munur er á dagvinnulaunum, en konur að meðaltali með 35.000 krónum lægri dagvinnulaun en karlar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup.

Einn af hverjum tíu telur sig ekki hafa fengið neina launahækkun í kjölfar nýrra kjarasamninga. Tæplega þriðjungur svarenda segist vera í hlutastörfum sem eru mun fleiri en í fyrra. 65 prósent þeirra sem starfa við umönnun segjast vera í hlutastörfum, í fyrra voru að 55 prósent. Tólfhundruð sjötíu og fjórir svöruðu könnuninni á netinu og í síma frá 16. september til 20. október.