Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Karl Wernersson braut skattalög

08.01.2018 - 06:57
Mynd með færslu
 Mynd: Tryggvi Aðalbjörnsson
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að athafnamaðurinn Karl Wernersson hafi ekki staðið rétt að skattframtalningu vegna aflandsfélagsins Dialog Global og því staðið skil á efnilega röngum framtölum fyrir tekjuárin 2005 til 2008. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Yfirskattanefnd birti úrskurðinn á vef sínum um helgina. Fram kemur í Fréttablaðinu að skattstofn hafi þó lækkað um 739 milljónir þar sem ekki hafi þótt sannað að hagnaður af hlutabréfasölu hafi runnið til Karls.

Haft er eftir lögmanni athafnamannsins að farið verði fram á endurupptöku á úrskurðinum vegna tilkomu nýrra gagna. Í Fréttablaðinu segir að úrskurður yfirskattanefndar hafi verið kveðinn upp fyrir jól og að tilkynningar frá Dialog Global til Kauphallarinnar komi heim og saman við upplýsingar í úrskurðinum.

Þá er enn fremur vitnað í rannsókn skattrannsóknarstjóra sem hafi leitt í ljós að félagið hafi einvörðungu verið stofnað í „skattasniðgöngu í þágu eigenda.“

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV