Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kardínáli dæmdur fyrir yfirhylmingu

07.03.2019 - 10:14
Mynd með færslu
Philippe Barbarin, erkibiskup og kardináli í Frakklandi. Mynd:
Kardínálinn Philippe Barbarin, erkibiskup í Lyon og æðsti klerkur Rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi, var í morgun dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir yfirhylmingu með kynferðisbrotamanni innan kirkjunnar. 

Barbarin er gefið að sök að hafa ekki tilkynnt til lögreglu kynferðisbrot framin á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. 

Fórnarlömb sögðu við réttarhöldin að Barbarin hefði haft vitneskju um þessi brot að minnsta kosti frá árinu 2010, en reynt að þagga málið niður. Lögmaður Barbarins sagði að niðurstöðunni yrði áfrýjað.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV