Áfrýjunardómstóll stríðsglæpadómstóla dæmdi í dag Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníu á dögum Balkanskagastríðsins, þar á meðal fjöldamorð í bænum Srebrenica árið 1995.
Þetta er fullnaðardómur yfir Karadzic. Stríðsglæpadómstóllinn fyrir fyrrum Júgóslavíu dæmdi hann í 40 ára fangelsi árið 2016. Hann áfrýjaði dóminum á þeim forsendum að hann hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð. Réttarhöldin hefðu verið pólitískt sjónarspil. Karadzic er orðinn 73 ára.