Þetta hefur verið mjög annasamt ár hjá tónlistarmanninum sem gaf út fimm plötur með viku millibili í sumar, bæði með sjálfum sér og öðrum listamönnum, en þar sem hann var þó alltaf potturinn og pannan í lagasmíðum og upptökustjórn. Þá vakti hann mikla athygli í fjölmiðlum í fyrravor fyrir stuðningsyfirlýsingar við Donald Trump og vafasamar fullyrðingar um sögu þrælahalds í Bandaríkjunum.
YANDHI 9 29 18
YANDHI IS RELEASING THIS SATURDAY pic.twitter.com/ysqMrtc1RP
— ye (@kanyewest) September 27, 2018
West hefur vaðið á súðum í fjölmiðlum, Saturday Night Live og samfélagsmiðlum undanfarna daga sem hófst með tilkynningu fyrir helgi um að hann myndi gefa út plötuna Yandhi á laugardagskvöld. Sú tilkynning kom degi eftir að rapparinn Lil Wayne, tilkynnti óvænt útgáfu plötunnar The Carter pt. 5 á föstudeginum. Hann tók síðan til við að tísta án afláts, og sagðist meðal annars vilja afnema 13. viðaukann við stjórnarskránna sem afnam þrælahald í Bandaríkjunum. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir það, meðal annars af Lönu Del Ray og Questlove, en svaraði þeim fullum hálsi með því að 13. viðaukinn í raun viðhaldi þrælahaldi í öðru formi, með undantekningunni sem það veiti fyrir nauðungarvinnu fanga. Kanye hefur áður valdið fjaðrafoki með ummælum um þrælahald þegar hann sagði í viðtali í vor að þrælahald í 400 ár hljómaði eins og val fyrir honum.
this represents good and America becoming whole again. We will no longer outsource to other countries. We build factories here in America and create jobs. We will provide jobs for all who are free from prisons as we abolish the 13th amendment. Message sent with love pic.twitter.com/a15WqI8zgu
— ye (@kanyewest) September 30, 2018
Á laugardagskvöld kom svo engin plata frá Kanye en hann kom hins vegar fram í sketsa-þættinum Saturday Night Live. Þar flutti hann nýlegt lag sitt I Love It í félagi við Lil Pump, þar sem þeir voru klæddir upp sem risastórar vatnsflöskur, hann tók svo einnig nýtt lag með söngkonunni Teyönu Tailor, og Ghost Town af samstarfsplötu sinni og Kid Cudi.