Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kannar hvort um fjárkúgun sé að ræða

20.11.2018 - 14:05
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið falið af stjórn Orkuveitunnar að gera tillögur um meðferð einstakra efnisþátta úttektar Innra eftirlits Reykjavíkurborgar á starfsmannamálum OR og leggja til viðeigandi málsmeðferð.

Hún ætlar ekki að ræða niðurstöður sínar við neinn fyrr en hún er búin að grein stjórn Orkuveitunnar frá, segir hún segir samtali við Morgunblaðið. Hún útilokar ekki að kæra verði lögð fram vegna bréfaskrifta og ummæla Einars Bárðarsonar í málinu.

Helga segist hafa upplifað kröfur Einars sem hótun. Einar krafðist þess að Orkuveitan mynd greiða Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, eiginkonu sinni, tvöföld árslaun í miska- og skaðabætur fyrir uppsögnina og að uppsögnin yrði dregin til baka.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV