Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Kannabisræktun í austurborginni stöðvuð

06.01.2014 - 17:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fíkniefnasala og stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi i austurborginni á föstudag. Lagt var hald á kannabisplöntur og ræktunarbúnað auk um 650 gramma af tilbúnum kannabisefnum.

Plönturnar voru ekki margar og hafði íbúi í íbúðinni, karlmaður um þrítugt, komið þeim fyrir í svefnherbergi sínu. Maðurinn var handtekinn og játaði hann aðild sína að málinu.