Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kanna möguleika á björgunarfargjöldum

28.03.2019 - 09:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Flugmálayfirvöld ætla að kanna vilja annarra flugfélaga til að aðstoða farþega Wow með björgunarfargjöldum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samgöngustofu og segir að upplýsingum verði komið á framfæri við farþega jafnóðum og þær liggja fyrir. Farþegum er líka bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum

Í fréttatilkynningu Samgöngustofu segir þetta um réttindi flugfarþega:

  • Farþegum sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.
  • Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.
  • Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW AIR, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.
  • Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.

Hér má lesa tilkynningu til farþega Wow Air á vef Samgöngustofu. Og hér er yfirlitssíða um réttindi flugfarþega.