Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Kanna gæludýrahald Íslendinga.

23.12.2016 - 13:54
Mynd með færslu
 Mynd: Villikettir
Þjóðminjasafnið hyggst kanna gæludýrahald Íslendinga og hefur sett upp spurningaskrá á vefsíðu sína þar sem almenningur er beðinn um að veita upplýsingar um gæludýr og tengsl manna og dýra.

Gæludýrum snarfjölgað

Í tilkynningu frá Þjóðminjasafninu segir að gæludýrahald Íslendinga hafi lítið verið rannsakað. Gæludýr séu snar þáttur af lífi margra Íslendinga en dýrum á heimilum hafi farið ört fjölgandi á undanförnum áratugum. Jafnvel sé hægt að tala um sprengingu.  Spurningaskráin er liður í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands og spanna spurningarnar sem almenningur er beðinn um að svara vítt svið.

T.d. er spurt hvað réði vali á gæludýri, hvernig heimilið sé aðlagað dýrinu, hvort dýrið eigi vissan stað á heimilinu eða hvort það megi valsa um allt, jafnvel upp í rúmi.  Hvernig fær dýrið nafn, hvar og hvernig það er jarðað og svo framvegis.

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV