Kallaðir fyrir nefnd vegna sendiherraumræðu

05.12.2018 - 13:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu Helgu Völu Helgadóttur formanns nefndarinnar, að kalla þá Bjarna Benediktsson, Guðlaug Þór Þórðarson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Braga Sveinsson, fyrir nefndina vegna ummæla um fundi þeirra vegna hugsanlegrar sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra.

Eins og fram kom fyrr í dag þá segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra líklegt að Gunnar Bragi hafi haft væntingar um sendiherrastöðu en engin loforð hafi verið gefin um slíkt. Þessir fjórir funduðu nýlega þar sem meðal annars var rætt um áhuga Gunnars Braga á að starfa erlendis. Þá hefur Bjarni Benediktsson tekið í sama streng og Guðlaugur Þór á Alþingi. 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi