Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kafað á einum andardrætti

Mynd: rúv / RÚV

Kafað á einum andardrætti

07.04.2017 - 12:57
Fríköfun nýtur sífellt meiri vinsælda. Hún er bæði stunduð sem keppnisíþrótt en líka afþreying. Málið snýst um að kafa – hvort sem það er í sjó, sundlaugum eða gjám – á aðeins einum andardrætti og án búnaðar.

„Fríköfun er slökunaríþrótt, ekkert annað. Þetta er ekki svona adrenalínsport,“ segir Birgir Skúlason fríkafari.

Stundum er markmiðið að komast sem dýpst eða flestar ferðir en stundum bara að skoða lífríkið í vatninu og slaka á. Fríkafarinn Sigríður Lárusdóttir viðurkennir að það komi fyrir að hún verði smeyk.

„Þetta er svolítið sárt sko. Maður þarf að komast yfir þessa þörf að vilja anda,“ segir Sigríður. Það fylgi því líkamleg einkenni að kafa án súrefnis.

Landinn skellti sér á kaf í Bjarnagjá við Grindavík.