Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Kærði Hildi Lilliendahl fyrir netníð

27.02.2014 - 21:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Tónlistarkonan Hafdís Huld leitaði til lögreglu fyrir rúmu ári vegna grófra ummæla sem látin voru falla nafnlaust í hennar garð á vefsíðunni bland.is árin 2009 og 2010.

Þá hafði Hafdís komist að því ummælin komu frá notendanafni Hildar Lilliendahl sem á síðustu misserum hefur barist gegn kvenfyrirlitningu á netinu og hlotið viðurkenningu Stígamóta fyrir. Hafdís segir það skjóta skökku við að baráttukona gegn ofbeldi á netinu hafi sjálf stundað slíkt. Hildur segist sjálf skammast sín fyrir ummælin. Sum þeirra hafi maður hennar látið falla undir hennar notendanafni en bæði sjái þau eftir þessu enda hafi Hildur lært það sjálf á eigin baráttu að slíkt á ekki að líðast.