Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Júlíana Sveinsdóttir á Kjarvalsstöðum

Mynd: Listasafn Reykjavíkur / Listasafn Reykjavíkur

Júlíana Sveinsdóttir á Kjarvalsstöðum

19.06.2015 - 09:56

Höfundar

Víðsjá ræddi við Hrafnhildi Schram og Ingibjörgu Jónsdóttur sem hvorar fyrir sig eru sýningarstjórar á sýningum sem opna á Kjarvalsstöðum í dag.

Í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi verða í dag opnaðar tvær sýningar með verkum Júlíönu Sveinsdóttur í vestursal Kjarvalsstaða. Önnur sýningin ber titilinn Tvær sterkar og þar gefur að líta málverk eftir Júlíönu og færeyska samtímalistakona hennar Ruth Smith. Og er Hrafnhildur Schram þar sýningarstjóri. Ingibjörg Jónsdóttir eru sýningarstjóri hinnar sýningarinnar ásamt meðsýningarstjóra Sigríði Guðjónsdóttur. Hún ber yfirskriftina Lóðrétt/lárétt og þar gefur að líta veflistaverk eftir Júlíönu ásamt verkum einnar þekktustu veflistakonu 20. aldarinnar, Anni Albers.

Hrafnhildur Schram byrjar hér á að segja frá Júlíönu Sveinsdóttur.

Sýningarnar verða opnaðar kl. 17.

MYND: Júlíana Sveinsdóttir, Frá Vestmannaeyjum / From Vestman Island, 1946.