Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Jörð skalf undan ströndum Síle

29.09.2019 - 17:20
epa07880196 A handout intensity shake map made available by the US Geological Survey (USGS) shows the location of a magnitude 7.2 earthquake which struck off Muale, Chile, 29 September 2019. The epicenter was recorded at 9.8 kiloemters depth, 67 kilometers WSW of Constitucion, Chile.  EPA-EFE/USGS / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - USGS
Jarðskjálfti að stærðinni 6,8 reið yfir undan ströndum Síle í dag. Upptök hans voru á um tíu kílómetra dýpi, 134 kílómetra frá landi, en ekki er búist við því að honum muni fylgja flóðbylgja.

Síle er nálægt þekktu skjálftasvæði, en níu ár eru eftir að skjálfti að stærðinni 8,8 skildi eftir sig mikla eyðileggingu við strendur landsins. Upptök skjálftans í dag eru á svipuðum slóðum og var fyrst sagður vera 7,2 að stærð, en nákvæmari mælingar sýndu að hann var ekki alveg það sterkur.

Skjálftinn fannst þó vel í landi eins og meðfylgjandi myndskeið sýnir, þar sem loftljós í skrifstofubyggingu fóru á flug.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV