How to train your dragon eru meðal farsælustu teiknimynda sögunnar og hafa halað inn yfir 125 milljarða króna um allan heim. Leikstjóri myndanna, hinn kanadíski Dean DeBlois, var gestur á listahátíð Sigur Rósar, Norður og niður, í Hörpu milli jóla og nýárs, en hann leikstýrði heimildarmyndinni Heima á sínum tíma.
Aðdáandi hljómsveitarinnar og sóttist eftir verkefni
DeBlois var þegar farsæll teiknimyndaleikstjóri þegar leiðir hans og Sigur Rósar lágu saman.