Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Jón Páll segir atvikið hafa gerst fyrir áratug

Mynd með færslu
 Mynd: MAK - Menningarfélag Akureyrar

Jón Páll segir atvikið hafa gerst fyrir áratug

10.01.2018 - 12:31

Höfundar

Jón Páll Eyjólfsson, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, segir uppsögn sína tengjast atburði sem varð fyrir áratug og ekki innan leikhúss Leikfélags Akureyrar.

Honum var gert að víkja tafarlaust frá störfum í gær þar sem ekki ríki lengur traust um störf hans. Uppsögnin tengist #metoo-byltingunni. Hann segist hafa greint framkvæmdastjóra MAK frá málinu þegar byltingin fór af stað.

Þolandinn hóf samtal fyrir fimm árum

Jón Páll sendi frá sér stutta yfirlýsingu laust eftir hádegi þar sem hann segir málið snúast um atburð sem átti sér stað fyrir áratug og ekki innan leikhússins.

„Fyrir 5 árum hófst samtal við þolandann að hennar frumkvæði og í kjölfarið höfum við átt í samskiptum og stefnt að sátt,” skrifar Jón Páll. „Þegar Metoo vakningin fór af stað gerði ég framkvæmdastjóra MAK strax grein fyrir málinu og stöðunni.”

Tengdar fréttir

Leiklist

Leikhússtjóra sagt að víkja tafarlaust

Menningarefni

Vill ekki tjá sig um uppsögn Jóns Páls

Leiklist

Jón Páll hættir sem leikhússtjóri