Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Jón og Friðrik og Eivør á HEIMA 2015

Mynd með færslu
 Mynd: Ólafur Páll Gunnarsson - Eivör

Jón og Friðrik og Eivør á HEIMA 2015

12.04.2018 - 18:10

Höfundar

Í Konsert kvöldsins er boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015

HEIMA fer fram í Hafnarfirði í fimmta sinn 18. apríl, síðasta vetrardag (næsta miðvikudag). Rás 2 hefur sent út beint frá hátíðinni undanfarin ár í kvöld heyrum við upptökur frá annari hátíðinni, með Jóni Jónssyni og Friðrik Dór, og svo með Eivør.

HEIMA er hátíð sem haldin er að færeyskri fyrirmynd og á HEIMA er spilað HEIMA hjá fólki – í heimahúsum.

Hátíðin var fyrst haldin 2014 og gekk vel, 13 listamenn í 13 húsum – 26 tónleikar í það heila. Nú er þetta gert í fimmta sinn og fyrirkomulagið það sama og áður; 13 fjölskyldur opna heimili sín og bjóða upp á tónleika með tveimur mismunandi hljómsveitum og/eða listamönnum HEIMA í stofu og hver hljómsveit eða listamaður kemur fram tvisvar, í tveimur mismunandi húsum. Öll eru þessi hús í eða við miðbæ Hafnarfjarðar og tímasetningar eru mismunandi svo fólk geti rölt milli húsa og séð sem mest.

Fyrstu tónleikar byrja um k. 8 um kvöldið og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00. Að HEIMA dagskrá lokinni er svo einskonar eftirpartí með Heimilistónum í Bæjarbíói.

Þeir sem koma fram á HEIMA í ár eru:
Valgeir Guðjónsson (sent út)
Between Mountains
BRÍET
Bjartmar Guðlaugssonásamt Sváfni Sig og Pálma Sigurhjartar
Jóipé X Króli
Ylja
Í svörtum fötum
Hjálmar (sent út)
Heimilistónar
Dr. Spock
Petur Ben
Kristina Bærendsen (sent út)

Síðustu tóna þáttarins í kvöld á svo Jeff Beck, en við heyrum frá 50 ára ferilsafmælistónleikum hans sem fóru fram í Hollywood Bowl árið 2016.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Tónlist

Verðlaunahafar í Húsdýragarði..

Tónlist

Blúshátíð 2008 rifjuð upp

Tónlist

Púlsinn - Njálsbúð - Sálin á Rás 2 1991-2005

Tónlist

Landsbyggðarkonsert