Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Jón og Friðrik á Heimavelli en Eivör HEIMA

Mynd með færslu
Myndin er tekið á heimili umsjónarmanns þar sem Eivör spilaði á HEIMA í fyrra. Mynd: Ólafur Páll Gunnarsson - Eivör

Jón og Friðrik á Heimavelli en Eivör HEIMA

14.04.2016 - 14:16

Höfundar

Í konsert kvöldsins verður boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015 með hafnfirksu bræðrunum Jóni Jónssyni og Friðrik Dór annarsvegar, og svo Eivör Pálsdóttur hinsvegar.

HEIMA fer fram í Hafnarfirði í ár í Þriðja sinn síðasta vetrardag (20. apríl).
Rás 2 sendi út beint frá tveimur tónleikum í fyrra, með Jóni Jónssyni og Friðrik Dór annarsvegar og hinsvegar með Eivöru og þeir tónleikar eru endurteknir í Konsert kvöldsins.

Í lokin heyrum við svo nokkur lög frá Crossroad guitar festival sem Eric Clapton stóð fyrir í Madison Square Garden í New York árið 2013, en það er í senn gítar-festival þar sem vinir hans og fólk sem hann hefur dálæti á kemur og splilar – og gítarinn er í aðalhlutverki, gg fjáröflun fyrir Crossroads áfengis og vímuefna meðferðarstöðina sem hann á og rekur á Antiqua í Karabíska hafinu.

Heima er hátíð sem haldin er að færeyskri fyrirmynd og er þannig að það er spilað HEIMA hjá fólki – í heimahúsum.

Hátíðin var fyrst haldin 2014 og gekk vel. Þá spiluðu 13 listamenn í 13 húsum, 26 tónleika í það heila. Nú er þetta gert í þriðja sinn og fyrirkomulagið svipað og áður, 13 fjölskyldur opna heimili sín og bjóða upp á tónleika með tveimur mismunandi hljómsveitum og/eða listamönnum HEIMA í stofu. Hver hljómsveit eða listamaður kemur fram tvisvar – ss í tveimur mismunandi húsum sem öll eru í eða við miðbæ Hafnarfjarðar og tímasetningar eru mismunandi svo fólk geti rölt milli húsa og séð sem mest.

Fyrstu tónleikar byrja um kl. 20.00 um kvöldið og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00. Að HEIMA dagskrá lokinni eru svo tónleikar í Bæjarbíó þar sem sonur Hafnarfjarðar; Björgvin Halldórsson telur í og tekur lagið með sinni hljómsveit.

Þeir sem koma fram á HEIMA í ár eru: Axel O & Co, Björn Thorodsen og Anna, Ceasetone, Dorthea Dam (Færeyjar), Futuregrapher, Hráefni, Högni Egilsson, Lára Rúnars, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, Sniglabandið, Teitur Magnússon, Ylja, og Þór Breiðfjörð ásamt Davíð Siggeirssyni. 

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Aldrei föstudagur í Konsert

Popptónlist

Bryan Ferry í Hörpu 2012

Popptónlist

Meira helvíti - meiri blús!

Popptónlist

Sinfó og Lifun og KK