Jón Ingi efstur hjá Viðreisn

Mynd með færslu
 Mynd: Viðreisn
Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu, leiðir lista Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði í vor. Framboðslistinn var kynntur í dag. Upphaflega var stefnt að sameiginlegu framboði Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en ekkert varð af því vegna innbyrðis deilna í Bjartri framtíð.

Vaka Ágústsdóttir, ráðningar- og þjálfurnarstjóri, skipar annað sæti á lista, Þröstur Emilsson framkvæmdastjóri er í þriðja sæti og Sunna Magnúsdóttir viðskiptafræðingur í því fjórða. 

Í fréttatilkynningu frá Viðreisn segir að flokkurinn ætli að berjast fyrir réttlátu og fjölskylduvænna samfélagi og virkja almenning til áhrifa.

Framboðslistinn er svohljóðandi: 

1. Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu
2. Vaka Ágústsdóttir, ráðningar- og þjálfunarstjóri LS
3. Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri, formaður vel
4. Sunna Magnúsdóttir, viðskiptafræðingur
5. Árni Stefán Guðjónsson, grunnskólakennari og han
6. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og
7. Ómar Ásbjörn Óskarsson, varaþingmaður og marka
8. Þórey S. Þórisdóttir, doktorsnemi í viðskiptafræði,
9. Hrafnkell Karlsson, menntaskólanemi og fráf. form
10. Harpa Þrastardóttir, verkfræðinemi og umhverfis-
11. Daði Lárusson, félags- og viðskiptafræðingur og ma
12. Edda Möller, útgáfustjóri Skálholtsútgáfunnar
13. Jón Garðar Snædal Jónsson, byggingafræðingur
14. Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur
15. Þorvarður Goði Valdimarsson, almannatengill
16. Lilja Margrét Olsen, lögfræðingur
17. Þorsteinn Elí Halldórsson, framkvæmdastjóri
18. Sóley Eiríksdóttir, sagnfræðingur
19. Halldór Halldórsson, öryrki
20. Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur
21. Benedikt Jónasson, múrari
22. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi