Jón Gnarr í upplestrarferð til New York

10.06.2014 - 00:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, rithöfundur og grínisti, heldur til Bandaríkjanna á næstu dögum til að kynna nýja bók sína. Jón les meðal annars upp í bókaversluninni The Strand í New York-borg.

Jón er í þann mund að gefa út bókina Gnarr!: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World, eða Gnarr!: hvernig ég varð borgarstjóri stórrar borgar á Íslandi og breytti heiminum. Bókin kemur út í Bandaríkjunum þann 24. júní en viðburðurinn í Strand-bókaversluninni verður þann 19. júní þar sem viðskiptavinir geta tekið forskot á sæluna og náð sér í eintak af bókinni.  

Jón les ekki aðeins upp úr bókinni heldur ræðir hann einnig við blaðamann veftímaritsins Gawker, Hamilton Nolan.

Bók Jóns er gefin út af útgáfufélaginu Melville House.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi