Jón Gnarr í upplestrarferð til New York

Mynd með færslu
 Mynd:

Jón Gnarr í upplestrarferð til New York

10.06.2014 - 00:38
Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, rithöfundur og grínisti, heldur til Bandaríkjanna á næstu dögum til að kynna nýja bók sína. Jón les meðal annars upp í bókaversluninni The Strand í New York-borg.

Jón er í þann mund að gefa út bókina Gnarr!: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World, eða Gnarr!: hvernig ég varð borgarstjóri stórrar borgar á Íslandi og breytti heiminum. Bókin kemur út í Bandaríkjunum þann 24. júní en viðburðurinn í Strand-bókaversluninni verður þann 19. júní þar sem viðskiptavinir geta tekið forskot á sæluna og náð sér í eintak af bókinni.  

Jón les ekki aðeins upp úr bókinni heldur ræðir hann einnig við blaðamann veftímaritsins Gawker, Hamilton Nolan.

Bók Jóns er gefin út af útgáfufélaginu Melville House.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

„Ég er ekkert ómissandi“

Mannlíf

Melville House gefur út bók um Jón Gnarr