Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Jón Gnarr ekki geimvera

10.11.2010 - 15:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Hið íslenska geimverufélag vill að gefnu tilefni lýsa því yfir að Jón Gnarr borgarstjóri er alls ekki geimvera, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar þar að lútandi.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þó sum ytri hegðunareinkenni borgarstjórans og útlit gætu bent til að svo sé, þá hefur nánari rannsókn félagsins á málinum leitt í ljós að svo er alls ekki. Maðurinn hafi bæði kennitölu og jarðneska foreldra og þekkta en vafasama fortíð. Hann hafi eftir athugun félagsins „eingöngu sama pólitíska sleifaralags-syndrómið og flestir aðrir annars og þriðja flokks stjórnmálamenn sem lítið geti annað en svikið loforð sín.“ Það sé gjörólíkt flestum eða öllum geimverum sem heimsótt hafi jörðina. Þessu lýsir félagið yfir að viðlögðum vísindalegum heiðri Hins íslenska Ggimverufélags.


Yfirlýsing Geimverufélagsins:


Af gefnu tilefni vill Hið Íslenska Geimverufélag lýsa því yfir að hr. Jón Gnarr er alls ekki geimvera, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar þaraðlútandi. Því þó sum ytri hegðunareinkenni borgarstjórans og útlit gætu bent til að svo sé, þá er svo alls ekki eftir nánari rannsókn félagsins á málinu. Hr. Jón Gnarr villir á sér heimildir þegar hann segist vera frá öðrum hnöttum. Maðurinn hefur bæði kennitölu og jarðneska foreldra og þekkta en vafasama fortíð. Hann hefur eftir athugun félagsins eingöngu sama pólitíska sleifaralags-syndrómið og flestir aðrir annars og þriðja flokks stjórnmálamenn sem lítið geta annað en svikið loforð sín. Það er gjörólíkt flestum eða öllum geimverum sem heimsótt hafa jörðina og við þekkjum flestar af góðu einu. – Þessu lýsum við hér með yfir að viðlögðum vísindalegum heiðri Hins Íslenska Geimverufélags.