Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Jón Ásgeir greiði 80 milljónir í málskostnað

14.06.2012 - 16:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Jón Ásgeir Jóhannesson verður að greiða slitastjórn Glitnis meira í málskostnað en hann hefur þegar gert, vegna kyrrsetningarmáls sem bankinn höfðaði gegn honum. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í nóvember í fyrra skyldi standa óraskaður.

 Þar var beiðni slitastjórnar Glitnis samþykkt, um að 150 þúsund punda greiðsla sem Jón Ásgeir hafði innt af hendi væri ekki fullnægjandi. Bankinn vill fá um 400 þúsund pund, jafnvirði um 80 milljóna króna.