Jólamatseldin samvinnuverkefni

Mynd með færslu
 Mynd:

Jólamatseldin samvinnuverkefni

12.01.2015 - 15:00
Matreiðsla jólamáltíðarinnar er samvinnuverkefni hjá íslenskum fjölskyldum en þrír af hverjum fjórum segjast taka einhvern þátt í eldamennskunni á aðfangadag.

Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup á Jólavenjum Íslendinga. Fólk á aldrinum 40-60 ára var líklegast til þess að sjá um eldamennskuna en algengara var að konur elduðu en karlar. Einnig voru konur líklegri til þess að baka smákökur fyrir jólin en karlar. Þeir voru hins vegar líklegri en konur til að leggja sér skötu til munns.