Jólagata í Þórshöfn

19.12.2011 - 19:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Gömlu aðalgötunni, Bringsnagötu, í Þórshöfn í Færeyjum er lokað fyrir vélknúnum ökutækjum á aðventunni og breytt í jólagötu.

Þetta gæti verið fyrir öldum síðan, fá ummerki nútímans er að sjá hér og það er með vilja. Ætlunin er að skapa stemmningu svo menn hverfi aftur í tímann. Búðirnar eru með gömlu sniði, og það er eins og að stíga inn í ævintýraland að ganga þar um. 

Þekktasti rithöfundur Færeyingar William Heinesen fæddist í þessu húsi, faðir hans, Zacharias, var kaupmaður. Aðstoðarkona hans Katarina Christiansen tók við versluninni er Zacharias opnaði verslun á öðrum stað í Þórshöfn. En búðin gegnir líka öðru hlutverki.

Það má með sanni segja að Bringsnagøta sé lifandi menningarsaga, gamalt umhverfi, friðsæl vin mitt í jólaösinni sem er annars staðar í Þórshöfn nútímans.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi