Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Jóla Eivør í Silfurbergi

Jóla Eivør í Silfurbergi

20.12.2018 - 19:09

Höfundar

Í Konsert í kvöld er Eivør Pálsdóttir í aðalhlutverki.

Við ætlum að hlusta á upptöku frá jólatónleikum Eivarar sem fram fóru í Silfurbergi í Hörpu 9. desember sl.

Eivør var bara 16 ára gömul þegar hlustendur Rásar 2 kynntust þessari færeysku söngkonu sem söng svona fallega, bara næstum eins og engill, en síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu.

Eivør bjó í nokkur ár á íslandi og þykir vænt um ísland og íslendinga segir hún. Hún hefur búið árum saman bæði í Danmörku og í Færeyjum og hefur verið á ferð og flugi undanfarin ár, hefur túrað og spilað mikið og hefur auk þess verið dugleg að gefa út plötur.

Larva (2010)
Room (2012)
Bridges (2015)
Slør (2015)

Eivør spilaði á síðustu Airwaves hátíð í Hörpu og kom svo þangað aftur í desember og hélt ferna jólatónleika í Silfurbergi. Fjórðu og síðustu tónleikarnir, sem fóru fram sunnudagskvöldið 9. desember voru hljóðritaðir fyrir Rás 2 og það eru nákvæmlega þeir sem við ætlum að hlusta á í kvöld.

Með henni á sviðinu voru:
Mikael Blak – bassi og hljómborð
Högni Lisberg – trommur
Reykjavík session orchestra - strengir
Unglingadeild söngskólans í Reykjavík - kórsöngur

Og svo tveir skemmtilegir leynigestir.

Upptökumaður: Gísli Kjaran Kristjánsson

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson

Tengdar fréttir

Tónlist

Baggalútur 2013 í Konsert

Tónlist

Himinn og jörð - Gunni Þórðar 70 ára

Tónlist

Calexico í þýskalandi

Tónlist

Megas umvafinn