Í Jóla-Rokklandi hefur umsjónarmaður reynt að hræra saman jóla kotkeil sem inniheldur jóla-músík sem er eitthvað af eftirtöldu; Góð, skemmtileg, áhugaverð, skrýtin, frábær eða jafnvel svakalega vond.
Leitin að jólalögum kveikti sérstakan áhuga hjá umsjónarmanni á jóla-tónlist svo hann hefði nú eitthvað skrýtið og skemmtilegt að bjóða upp í hinu árlega Jóla-Rokklandi, og það varð til þess að Sena gaf út Jólalaga safnið Jól í Rokklandi árið 2008 og svo framhaldið, Rokk og Jól, nokkrum árum seinna. Þar er margt skemmtilegt að finna.
Þeir sem syngja fyrir okkur í jólaRokklandi í dag eru Bítlarnir, Yoko Ono, Mark Lanegan, Mark Kozalek, Chrissie Hynde, Tracy Thorn, Nick Lowe, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal, The Shins, Loretta Lynn, Johnny Cash, James Taylor, Carole KIng ofl.
Svo má líka benda á Jól í Rokklandi á Spotify: