Forsætisráðherra segist nota hvert tækifæri sem býðst á ferðum sínum erlendis til að tala máli Íslands og þess sem sé best fyrir íslenska þjóð. Þetta kom fram á Alþingi í dag og sagðist ráðherra vonast til þess að stjórnarandstaðan gerði slíkt hið sama.