Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Jóhanna segist tala máli Íslands

14.04.2011 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Forsætisráðherra segist nota hvert tækifæri sem býðst á ferðum sínum erlendis til að tala máli Íslands og þess sem sé best fyrir íslenska þjóð. Þetta kom fram á Alþingi í dag og sagðist ráðherra vonast til þess að stjórnarandstaðan gerði slíkt hið sama.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi viðbrögð stjórnvalda við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave við forsætisráðherra á Alþingi í dag. Vildi Sigmundur Davíð fá upplýsingar um hvort stjórnvöld væru farin að útskýra niðurstöðuna fyrir erlendum fjölmiðlum.


Forsætisráðherra sagði stöðuna gagnvart alþjóðasamfélaginu vera viðkvæma og nú væri beðið eftir lánshæfismati. Hún sagði það ekki hjálpa við þær aðstæður þegar stjórnarandstaðan talaði stöðugt eins og hér væri allt í kalda koli.