Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Jóhann tilnefndur til Golden Globe

Mynd með færslu
 Mynd:

Jóhann tilnefndur til Golden Globe

11.12.2014 - 15:21
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er meðal þeirra sem tilnendir eru til Golden Globe kvikmyndaverðlaunanna. Jóhann er tilnefndur fyrir bestu frumsömdu tónlistina, sem samin var fyrir kvikmyndina the Theory of Everything.

Golden Globe - tilnefningarnar þykja gefa góða vísbendingu um hverjir hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Kvikmynd The Theory of Everything segir frá sambandi vísindamannsins Stephen Hawking og eiginkonu hans, Jane Hawking en tónlist Jóhanns í myndinni hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.