Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hjálmar Árnason lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf.
Jóhann Friðrik er lýðheilsufræðingur, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og fagstjóri sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu. Áður starfaði hann sem stjórnandi klínískra og akademískra rannsóknateyma og sem vísindamaður við taugalæknadeild og lýðheilsudeild Arnold School of Public Health við University of South Carolina þar sem hann lauk BA prófi í heilbrigðisvísindum og meistaraprófi í lýðheilsuvísindum.