Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Jodie Foster endurgerir Kona fer í stríð

epa03455659 (FILE) A file picture dated 06 December 2011 shows US actress and director Jodie Foster at the premiere of 'Sherlock Holmes: A Game of Shadows' in Los Angeles, California, USA. Foster will receive the Cecil B. DeMille award at the
 Mynd: EPA - EPA FILE

Jodie Foster endurgerir Kona fer í stríð

10.12.2018 - 18:01

Höfundar

Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster ætlar að leikstýra, leika aðalhlutverkið og framleiða enska útgáfu af íslensku myndinni Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson. Jodie Foster fer með hlutverk Höllu í myndinni, sem Halldóra Geirharðsdóttir fór með. Það er kvikmyndavefurinn Deadline sem greinir frá þessu. 

„Þessi mynd hafði meiri áhrif á mig en orð fá lýst,“ segir Jodie Foster við Deadline. „Ég hlakka svo mikið til að búa til nýja ameríska útgáfu af þessari fallegu og áhrifaríku sögu. Halla er baráttumaður fyrir jörðina, sterk kona sem er reiðubúin til að fórna öllu til þess að breyta rétt,“ segir Foster, en bætir við að hún misstigi sig þó á vegferð sinni. 

Jodie Foster segir að sagan í amerísku útgáfunni muni ekki gerast á Íslandi heldur í Bandaríkjunum. Hún sagðist ekki geta upplýst neitt um tímasetningar varðandi nýju myndina. 

Kona fer í stríð fékk kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs hinn 30. október síðastliðinn. Hún er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Halldóra og Sverrir tilnefnd til verðlauna

Menningarefni

Verðlaunin mikil viðurkenning fyrir Íslendinga

Kvikmyndir

Kona fer í stríð fær verðlaun Norðurlandaráðs

Kvikmyndir

Kona fer í stríð framlag Íslands til Óskarsins