Athugið þessi frétt er meira en 13 ára gömul.

Jenis av Rana verði sniðgenginn

14.09.2010 - 11:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Danski þingmaðurinn Mogens Jensen leggur til að ráðherrar og fulltrúar Norðurlandaráðs sitji ekki til borðs með færeyska þingmanninum og flokksleiðtoganum Jenis av Rana á matmálstímum á fundum ráðsins.

Danski þingmaðurinn Mogens Jensen leggur til að ráðherrar og fulltrúar Norðurlandaráðs sitji ekki til borðs með færeyska þingmanninum og flokksleiðtoganum Jenis av Rana á matmálstímum á fundum ráðsins. Í yfirlýsingu frá Jensen sem birt er á vef jafnaðarmanna í Norðurlandaráði fordæmir hann framkomu færeyska þingmannsins gagnvart Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í heimsókn hennar til Færeyja á dögunum, en Jenis av Rana, neitaði þá að sitja til borðs með henni vegna þess að hún er samkynhneigð. Mogens Jensen segir slíka framkomu stríða gegn norrænum gildum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um mismunun. Jenis av Rana eigi að fá að kenna á eigin meðulum og upplifa hvernig það er að sæta mismunun.