Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Játar spillingu í tengslum við FIFA-hneykslið

epaselect epa04968204 Trees are mirrored in the FIFA logo at FIFA headquarters in Zuerich, Switzerland, 08 October 2015. FIFA president Joseph Blatter has not been informed by the organization's ethics committee of any moves to suspend him, his
 Mynd: EPA - KEYSTONE

Játar spillingu í tengslum við FIFA-hneykslið

28.03.2016 - 17:00
Fyrrverandi forseti Hondúras játaði í dag að hafa tekið þátt í spillingu innan FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandsins. Rafael Callejas, fyrrverandi forseti Mið-Ameríkuríkisins, var ákærður af saksóknara í New York í Bandaríkjunum. Hámarksrefsing fyrir hvorn þeirra tveggja glæpa sem hann var ákærður fyrir, er tuttugu ár. Auk þess að játa, hefur Callejas fallist á að endurgreiða jafnvirði um 80 milljóna króna.

Callejas er 72 ára og var forseti Hondúras frá 1990 til 1994. Hann fór fyrir knattspyrnusambandinu í Hondúras þar til í ágúst í fyrra. 

Callejas kom til Bandaríkjanna í fyrra og hefur verið laus gegn tryggingu síðan þá. Saksóknarar segja að hann hafi samið um og tekið við mútum að andvirði tuga milljóna króna. Dómur verður kveðinn upp yfir honum þann fimmta ágúst. 

Alls hefur hafa nú 14 játað spillingu og fallist á að starfa með bandarískum yfirvöldum í viðamikilli rannsókn á spillingu innan FIFA. Eftir er að rétta yfir 26 til viðbótar. Þá hefur verið lagt hald á eignir sem metnar eru á hátt í 300 milljónir Bandaríkjadala.

Tengdar fréttir

Fótbolti

FIFA rannsakar Beckenbauer

Íþróttir

Warner segist eiga inni hjá FIFA

Íþróttir

Greiddu mútur fyrir að halda HM 2010

Íþróttir

Infantino nýr forseti FIFA