Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Jarðskjálfti norðan Grímseyjar

05.10.2012 - 12:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti, 3,4 að stærð, varð 10 kílómetrum norðnorðaustan Grímseyjar klukkan rúmlega hálf tólf í morgun. Skjálftinn varð á þekktu jarðskjálftasvæði, en jarðhiti er þar undir sjávarbotni. Jarðskjálftadeild Veðurstofu hafði ekki fengið tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist í Grímsey.