Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Jarðskjálfti í Öræfajökli

03.10.2017 - 15:51
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Jarðskjálfti, að stærð 3,2, mældist í Öræfajökli í dag klukkan 13:52. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að hann hafi fundist í Öræfum.

Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki algengir á svæðinu en síðast mældist skjálfti yfir þremur í Öræfajökli árið 2005. Engir eftirskjálftar hafa mælst. Veðurstofan fylgist áfram vel með framvindunni.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir