Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Jarðskjálfti í Kötlu - 3,2 að stærð

03.10.2012 - 09:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, varð í Kötlu rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Upptök hans voru á aðeins 100 metra dýpi norðarlega í Kötluöskjunni. Skjálti um einn að stærð var á sama stað um mínútu á undan. Engir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið og engin órói hefur mælst.