Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

27.05.2017 - 10:25
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Jarðskjálfti að stærð 3,9 mældist í Bárðarbunguöskju í morgun klukkan 9:36. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að í síðustu viku hafi verið mældir um 70 skjáltar við Bárðarbungu og 30 fleiri vikuna þar á undan. Þrír skjálftanna voru yfir þremur stigum og urðu þeir allir við norðanverða öskjubrúnina að kvöldi 20. maí síðastliðinn.

 

 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir