Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Jarðskjálfti að stærð 4,4 í Bárðarbungu

06.09.2014 - 15:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti, 4,4 að stærð, mældist í Bárðarbungu klukkan rétt rúmlega hálf þrjú í dag. Það er næst stærsti skjálftinn frá miðnætti en á sjötta tímanum í morgun varð jarðskjálfti sem var 5 að stærð.

Dregið hefur úr skjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti til hádegis mældust 90 jarðskjálftar. Litlar breytingar eru jarðskorpuhreyfingum norðan Vatnajökuls.

Í eftirlitsflugi í gær fannst breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli, tíu kílómetrum frá jökuljaðri, og sú dæld, ásamt annarri sem hefur verið fylgst með í nokkra daga eru sennilega merki um að stutt smágos hafi orðið undir jöklinum.