Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Jarðskjálftahrina í Langjökli

12.02.2011 - 11:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálftahrina hefur verið milli Langjökuls og Þórisjökuls frá því klukkan tíu í morgun. Um 60 skjálftar mældust milli tíu og ellefu, 5 - 10 kílómetra austur af Húsafelli. Þrír mældust yfir þremur á Richter kvarðanum, sá stærsti var 3,7 og fannst vel við Húsafell, 16 kílómetra suð-austur af upptökusvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er virknin í rénum. Jarðskjálftahrina á þessum slóðum er ekki talin óvenjuleg og ekkert bendir til að hún tengist gosvirkni.