Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Jarðskjálftahrina í Kötlu í nótt

21.06.2012 - 09:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Aukin jarðskjálftavirkni var í Mýrdalsjökli í nótt. Tuttugu og sex skjálftar mældust innan í Kötluöskjunni og voru þeir allir litlir.

Skjálftafræðingur á vakt á Veðurstofunni segir að skjálftarnir hafi byrjað klukkan eitt í nótt og staðið fram til um klukkan fimm. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að gos eða hlaup geti verið yfirvofandi í Kötlu. Skjálftarnir hafi allir verið grunnir, bara hafi verið jarðskjálftavirkni í jarðhitakerfinu að ræða.