Undirtitill hátíðarinnar er Takk Ísland, og er Íslendingagata þar í borg skreytt og tileinkuð landi og þjóð með ýmiss konar landkynningu, tónleikum og hátíðarhöldum. Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður er staddur í Vilníus og er hann einn þeirra sem stíga á stokk í kvöld. „Á Íslandsstræti er Ísland í hávegum haft, skreytingar á götunni; rautt, hvítt og blátt og menn að gera sig klára. Á götunni er mikil stemmning. Sól og næs fílingur.“