Ísrael og Palestína á mannamáli

Mótmælendur á Gaza í gær. - Mynd: ASSOCIATED PRESS / AP

Ísrael og Palestína á mannamáli

16.05.2018 - 15:07
Ástandið í Ísrael og Palestínu hefur versnað til muna síðustu daga eftir að bandaríska sendiráðið var flutt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Inn í umræðuna hefur svo blandast sigur Ísrael í Eurovision síðustu helgi.

 

Kristján Róbert Kristjánsson, fréttamaður, fór aðeins yfir söguna og stöðuna sem komin er upp. Deilur Ísraela og Palestínumanna snúast í grófum dráttum um landsvæði sem tilheyrði fyrst um sinn Palestínumönnum að stórum hluta. Nú í vikunni voru 70 ár frá því að Ísrealsríki var stofnað og allt að 700 þúsund Palestínumenn voru hraktir frá heimkynnum sínum og á flótta, ýmist á þessu sama landsvæði sem Ísraelar gerðu tilkall til eða í öðrum löndum í kring, svo sem Jórdaníu og Sýrlandi.

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Myndin sýnir landsvæði Palestínu til vinstri og Jerúsalem til hægri.

 

Síðan þá hafa stríð geisað með reglulegu millibili, þar er sex daga stríðið 1967 með því stærra. En í því stríði náðu Ísraelar yfirhöndinni í Austur-Jerúsalem sem Palestínumenn sjá sem framtíðarhöfuðborg sína, en Ísraelar vilja eiga alla.

Palestínumenn eiga ekki land eða ríki en þeir eiga heimastjórnarsvæði á Vesturbakkanum og Gaza-ströndin hefur tilheyrt þeim undanfarin ár. Þeir vilja stofna ríki við hlið Ísraels með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg. Jerúsalem er þeim báðum mikilvæg enda trúarstaðir þar sem bæði ríki gera tilkall til. Það eru ekki mörg ríki í heiminum sem að hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, „fylgið hefur þó smátt og smátt aukist á undanförnum árum, þá sérstaklega þar sem að deilan hefur verið í algjörum hnút og það sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Kristján.  

 

President Donald Trump delivers a statement on the Iran nuclear deal from the Diplomatic Reception Room of the White House, Tuesday, May 8, 2018, in Washington. (AP Photo/Evan Vucci)
 Mynd: AP

Hingað til hefur verið talað um að leysa þessi mál og deilurnar um borgina með samningaviðræðum. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar á síðasta ári, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og færa sendiráð sitt þangað, hefur hins vegar sett strik í reikninginn. Sendiráðið var einmitt formlega fært nú í vikunni og það, ásamt þeirri staðreynd að 70 ár eru frá því að Palestínumenn voru reknir úr landinu, virðist hafa kynt undir mótmælum Palestínumanna.

epa06732207 Netta (C) from Israel celebrates after she won the Grand Final of the 63rd annual Eurovision Song Contest (ESC) at the Altice Arena in Lisbon, Portugal, 12 May 2018.  EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO
 Mynd: EPA

 

Úrslit Eurovision hafa svo beint athygli heimsins enn frekar að átökunum en eins og kunnugt er var það Netta frá Ísrael sem að bar sigur úr býtum. Hún sagði að keppnin á næsta ári yrði haldin í Jerúsalem en það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum vegna ástandsins. Fjölmargir, bæði almenningur og tónlistarmenn, hafa hvatt til þess að keppnin verði sniðgengin.

Kristján segir að næsta skref sé í raun bara að bíða og sjá hvað gerist næstu daga. Það sé búið að fara fram á að málið verði rannsakað af óháðum aðila en óvíst hvort það verður samþykkt. „Það er alveg eins víst að þetta muni halda áfram eins og verið hefur, deilurnar magnist og dvíni þar til að endapunktinum er náð og samningar takist,“ bætir hann við.

Kristján var gestur í Núllinu og hægt er að hlusta á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.