Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ísleysið á Öskjuvatni er ráðgáta

15.04.2012 - 18:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Vísindamönnum er það enn hulin ráðgáta hvers vegna enginn ís er á Öskjuvatni, ólíkt öðrum stöðuvötnum á hálendinu.

Fimm vísindamenn frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni hafa siglt á vatninu í dag og mælt hitastig þess og kannað efnasamsetningu. Niðurstaðan er sú að vatnið sé aðeins einnar gráðu heitt eða jafnkalt og vant er í aprílmánuði. Ekki er því hægt að áætla að ísinn hafi bráðnað vegna hita en grunur vaknaði í síðustu viku um að eldvirkni væri undir vatninu. Núna taka við gps-mælingar og vinna við að fara yfir veðurfarsskýrslur.