Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Íslenskum Hog Riders vísað úr landi

24.02.2013 - 13:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Þrettán íslenskir og danskir liðsmenn vélhjólaklúbbsins Hog Riders voru sendir frá Noregi í gær eftir að lögreglan í Bergen stöðvaði tíu ára afmæli vélhjólaklúbbsins. Talsvert magn af fíkniefnum fannst í húsakynnum klúbbsins sem var lokað. Norska lögreglan segir að Hog Riders séu glæpasamtök.

Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins. Tore Salvesen, yfirmaður hjá lögreglunni í Bergen, segir í samtali við vefinn að þeir hafi ekki verið vopnaðir þegar þeir stöðvuðu samkvæmið því ekki hafi leikið grunur á að mennirnir myndu grípa til ofbeldis.

Haft er eftir einum veislugestinum að þeir hafi setið og drukkið kaffi þegar sautján lögreglumenn ruddist inn í húsnæðið en í húsinu voru 25 liðsmenn Hog Riders. Á föstudaginn var einnig gripið til aðgerða gegn Hog Riders en grunur leikur á að liðsmennirnir hafi gerst brotlegir við áfengis-og vímuefnalög.