Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Íslensku sumarleikarnir í hámarki - myndir

31.07.2016 - 17:44
Mynd með færslu
 Mynd: Halldór Óli Kjartansson - RÚV
Mikil stemning hefur verið á Akureyri yfir helgina. Í gærkvöldi fóru fram tónleikar í Skátagili þar sem margir þekktir tónlistarmenn stigu á svið.
Mynd með færslu
 Mynd: Halldór Óli Kjartansson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Halldór Óli Kjartansson - RÚV

Í dag var áfram gleði í miðbænum í góðu veðri og sól. Markaður var á ráðhústorginu og sitt lítið af hverju var að gerast um allan bæ. Þá fór fram Pabbar og pönnsur, sem hefur vanalega þekkst undir nafninu Mömmur og muffins. Þar voru ýmis góðgæti seld til styrktar góðgerðarstarfa. 

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV

Þá var einnig keppt í Kirkjutröppubruni, þar sem keppendur á fjallahjólum þeystust niður kirkjutröppurnar fyrir framan Akureyrarkirkju.

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV

Undirbúningur er hafinn við stóru Sparitónleikana sem verða í kvöld. Þar munu meðal annars Hvanndalsbræður og Skítamórall koma fram. Á miðnætti verður svo stór flugeldasýning. 

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV