Tilnefnt er í þremur flokkum, flokki fræðirita og bóka almenns efnis, flokki barna- og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin.
Dómnefnd fræðirita og bóka almenns efnis skipa Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir. Dómnefnd barna- og ungmennabóka skipa Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Dómnefnd fagurbókmennta skipa Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.
Bein sjónvarpsútsending hefst kl. 19.55. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í ár.
Fræðirit og bækur almenns efnis
Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórar
Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874
Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna