Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent

08.02.2017 - 16:06

Höfundar

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og vefnum í kvöld klukkan 19:50, en það verður í fyrsta skipti í meira en áratug síðan verðlaunaafhendingunni er sjónvarpað beint.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum og verða afhent á Bessastöðum af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Einar Már Guðmundsson, Gunnar Þór Bjarnason og Gunnar Helgason hlutu verðlaunin í fyrra. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi sigurverkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skipuðu Knútur Hafsteinsson, Árni Árnason, Aðalsteinn Ingólfsson og Árni Sigurjónsson, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Eftirfarandi bækur eru tilnefndnar í ár:

Fagurbókmenntir

Steinar Bragi
Allt fer
Útgefandi: Mál og menning

Sjón
Ég er sofandi hurð (Co Dex 1962)
Útgefandi: JPV útgáfa

Guðrún Eva Mínervudóttir
Skegg Raspútíns
Útgefandi: Bjartur

Auður Ava Ólafsdóttir
Ör
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Sigurður Pálsson
Ljóð muna rödd
Útgefandi: JPV útgáfa

Fræðirit og bækur almenns efnis

Árni Heimir Ingólfsson
Saga tónlistarinnar
Útgefandi: Forlagið

Bergsveinn Birgisson
Leitin að svarta víkingnum
Útgefandi: Bjartur

Guðrún Ingólfsdóttir
Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Ragnar Axelsson
Andlit norðursins
Útgefandi: Crymogea

Viðar Hreinsson
Jón lærði og náttúrur náttúrunnar
Útgefandi: Lesstofan

Barna- og ungmennabækur

Hildur Knútsdóttir
Vetrarhörkur
Útgefandi: JPV útgáfa

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir
Doddi : bók sannleikans!
Útgefandi: Bókabeitan

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir
Íslandsbók barnanna
Útgefandi: Iðunn

Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson
Vargöld : fyrsta bók
Útgefandi: Iðunn

Ævar Þór Benediktsson
Vélmennaárásin
Útgefandi: Mál og menning